
Falleg gjafaaskja með okkar vinsælu Barhi döðlum.
Barhi döðlur eru litlar og kringlóttar og hafa mjúka, örlítið seiga eða þétta áferð. Þessi gómsæta döðlutegund er þekkt fyrir að hafa syndsamlega gott butterscotch* sætubragð.
*Butterscotch er bragð sem búið er til með því að blanda saman bráðið smjör og púðursykur.
Falleg gjöf sem er tilvalin fyrir sælkerann.
Gjafaaskjan kemur með fallegum rauðum borða og er pakkað í plastfilmu til verndar.
Þyngd 500g