
Khalas döðlur eru meðalstórar, brún- rauðleitar að lit. Þær eru sætar og hafa sérstakt bragð sem einkennist af samblandi af smjör og karamellukeim. Þær eru mjúkar og hreinlega bráðna í munni. Khalas döðlurnar koma með steini sem hjálpar til við að viðhalda rakastigi og gæðum þeirra.
Á arabísku þýðir orðið Khalas “búið” eða “nóg” sem á vel við því þessar döðlur klárast hratt.
Khalas döðlur eru upprunalega frá Saudi Arabíu og eru ræktaðar á suðurhluta Arabíuskagans, í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum og Sádí Arabíu.
Þær innihalda ýmis nauðsynleg steinefni fyrir líkamann eins og kalsíum, járn, fosfór, magnesíum og sink. Einnig innihalda þær A og K vítamín.
Fyrir þá sem eru að hugsa um línurnar en vija gera vel við sig eru góðar döðlur tilvaldar með góðum te eða kaffibolla í staðinn fyrir súkkulaði eða konfekt.
Khalas döðlur geymast vel við stofuhita í loftþéttu íláti og geta geymst þannig í uppundir eitt ár. Með því að geyma þær í kæli við 3-5°C er hægt að auka geymslutímann enn frekar.
Þyngd 750g
Næringargildi í einni skammtastærð 55g (2/3 bolli)
Kaloríur 182.
Hlutfall af ráðlögðum dagsskammti | |
Heildar fita 0,24g | 0,4% |
Mettuð fita 0,24g | 1% |
Transfita 0g | 0% |
Kólesteról 0mg | 0% |
Natríum 19mg | 0,8% |
Kolvetni 44g | 15% |
Trefjar 3,8g | 15% |
Sykrur 40g | |
Protein 1,5g | 3% |
Kalsíum 367mg | 10% |
Kalk 28mg | 3% |
Magnesíum 28mg | 7% |
Fosfór 33mg | 3% |