R Ý M I N G A R S A L A - 50% A F S L Á T T U R - Allar vörur á 50% afslætti í nokkra daga. Flestar döðlutegundirnar renna út ca 20. september.

Upplýsingar

Um Konfektdöðlur

Konfektdöðlur selur gæða döðlur frá Dubaí. Við kappkostum að bjóða uppá ferska gæðavöru sem er einstök á Íslandi. 

Döðlurnar okkar koma frá Dubaí í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum. Við höfum valið þær sem okkur þykir bestar og henta fyrir kröfuharðan íslenskan markað.

Við bjóðum bæði venjulegar döðlur sem og döðlur hjúpaðar með súkkulaði. Döðlurnar okkar eru tilvalin tækifærisgjöf fyrir þá sem eiga allt. Þær eru frábærar sem eftirréttur og bragðast einstaklega vel með kaffi. 

Döðlur eru hollar og góðar. Við bjóðum aðeins döðlur úr nýjustu uppskeru og þær eru sendar beint með flugi heim til Íslands.

Ef þú vilt frekari upplýsingar skaltu endilega hafa samband við okkur í tölvupósti

Vöruafhending

Viðskiptavinir geta valið um sækja pöntun frítt í vöruafgreiðsluna okkar hjá Gorilla Vöruhús, fá Express heimsendingu heim að dyrum á höfuðborgarsvæðinu eða á næstu dreifingarstöð Flytjanda á landsbyggðinni.

1. Heimsending

 - Express heimsending á höfuðborgarsvæðinu.
Berist pöntun fyrir kl 12 verður pöntunin keyrð heim til þín milli kl 17 og 22 samdægurs alla virka daga. Pantanir sem berast eftir kl 12 verða keyrðar út næsta virka dag, milli kl 17 og 22. 

Við bjóðum fría heimsendingu ef verslað er fyrir kr. 10.000 eða meira. Fyrir pantanir að upphæð kr. 5.000-9.999 er sendingarkostnaður kr. 490. Fyrir pantanir upp að kr. 5.000 er sendingarkostnaður kr. 990.

- Flytjandi sér um landsbyggðina. 
Viðskiptavinir geta sótt sinn pakka á næstu Flytjandastöð 1-2 virkum dögum eftir að pöntunin er afgreidd og send af stað. SMS er sent til staðfestingar þegar sækja má pakkann. 

Við bjóðum fría heimsendingu ef verslað er fyrir kr. 10.000 eða meira. Fyrir pantanir að upphæð kr. 5.000-9.999 er sendingarkostnaður kr. 490. Fyrir pantanir upp að kr. 5.000 er sendingarkostnaður kr. 990.

Smelltu hér til að finna þína Flytjandastöð. 

2. Sækja
Alltaf er gjaldfrjálst að sækja pöntun í vöruhús okkar hjá Gorilla, Vatnagörðum 22, 104 Reykjavík á milli kl 12 og 17 alla virka daga. Viðskiptavinir fá tölvupóst þegar pöntun er tilbúin til afhendingar. 

   Smelltu hér til að sjá staðsetningu á korti hjá JÁ. 

Greiðsluleiðir

1. Viðskiptavininr geta greitt með Debet/Kreditkortum frá VISA og MASTERCARD. 

2. Hægt er að millifæra beint á reikninginn okkar. Allar upplýsingar um greiðslufyrirkomulag birtast þegar verið er að klára pöntun.

Fjáröflun

Fjáröflun er góð leið fyrir íþróttafélög til að safna fyrir æfinga- og keppnsiferðum. Ýmis félagasamtök eru mjög háð eigin fjáröflun og við viljum leggja okkar lóð á vogarskálarnar til að aðstoða við að safna fyrir góðum málefnum. Endilega heyrðu í okkur og fáðu verðlista og vörulista fyrir fjáröflun.